Teiknimyndasófasett bestu kaupin 20. júlí 2004 00:01 "Bestu kaupin eru pottþétt sófasett sem ég keypti í Húsgagnalagernum fyrir margt löngu," segir Berglind Björk Jónasdóttir, Borgardóttir með meiru. "Þetta er svona gamaldags, amerískt með svuntu, ekta teiknimyndasófasett," segir hún og skellihlær. Berglind segist hafa fengið settið á verði eins stóls sem hafi óneitanlega verið vel sloppið. "Jafnvel þó áklæðið væri röndótt og frekar ljótt og enginn annar hafi kært sig um það. En það hefur dugað mér vel síðan þó ég auglýsi hér með eftir nýju áklæði." Berglind segist ekkert vera brjálæðislega upptekin af að gera góð kaup, en hún getur ekki stillt sig um að segja frá því hvað hún græddi ofboðslega þegar hún tók að sér blaðamennsku fyrir NBC-sjónvarpsstöðina. "Það var þegar Reagan og Gorbatsjov komu hingað. Ég var einstæð móðir og átti ekki bót fyrir boruna á mér. Ég samdi um einhver laun í upphafi en þegar upp var staðið borguðu þeir mér tvöfalt meira. Svo tók ég viðtal á barnum á Hótel Loftleiðum við einhvern sem ég man ekki fyrir mitt litla líf hver var, en NBC-mönnum fannst teppið á gólfinu ómögulegt og keyptu nýtt. Ég fékk svo að eiga teppið, sem dugði á alla íbúðina mína, og átti það í mörg ár," segir Berglind og auglýsir jafnframt eftir svona frábærum vinnuveitendum. Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Bestu kaupin eru pottþétt sófasett sem ég keypti í Húsgagnalagernum fyrir margt löngu," segir Berglind Björk Jónasdóttir, Borgardóttir með meiru. "Þetta er svona gamaldags, amerískt með svuntu, ekta teiknimyndasófasett," segir hún og skellihlær. Berglind segist hafa fengið settið á verði eins stóls sem hafi óneitanlega verið vel sloppið. "Jafnvel þó áklæðið væri röndótt og frekar ljótt og enginn annar hafi kært sig um það. En það hefur dugað mér vel síðan þó ég auglýsi hér með eftir nýju áklæði." Berglind segist ekkert vera brjálæðislega upptekin af að gera góð kaup, en hún getur ekki stillt sig um að segja frá því hvað hún græddi ofboðslega þegar hún tók að sér blaðamennsku fyrir NBC-sjónvarpsstöðina. "Það var þegar Reagan og Gorbatsjov komu hingað. Ég var einstæð móðir og átti ekki bót fyrir boruna á mér. Ég samdi um einhver laun í upphafi en þegar upp var staðið borguðu þeir mér tvöfalt meira. Svo tók ég viðtal á barnum á Hótel Loftleiðum við einhvern sem ég man ekki fyrir mitt litla líf hver var, en NBC-mönnum fannst teppið á gólfinu ómögulegt og keyptu nýtt. Ég fékk svo að eiga teppið, sem dugði á alla íbúðina mína, og átti það í mörg ár," segir Berglind og auglýsir jafnframt eftir svona frábærum vinnuveitendum.
Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira