Aftur hlýtt og bjart um bæinn 20. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar