Kemur alltaf á óvart 21. júlí 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning