Léttar veitingar í boði alla daga 22. júlí 2004 00:01 Te & kaffi fagnar í dag 20 ára afmæli með opnun kaffihúss á Laugavegi 24, þar sem gamla hljómplötudeild Fálkans var til húsa. "Við opnum í dag með pompi og pragt," segir Berglind Guðbrandsdóttir, annar stofnenda fyritækisins, en það voru hún og Sigmundur Dýrfjörð sem opnuðu fyrsta íslenska expressobarinn í bakhúsi við Laugaveg árið1986. "Nú erum við eingöngu að flytja kaffihúsið, en búðin verður áfram á sama stað. Kaffihúsið var bara löngu sprungið," segir Berglind. "Við ætlum að opna klukkan hálf átta á morgnana og bjóða upp á fjölbreyttan morgunmat, léttan matseðil í hádeginu og hafa opið til níu á kvöldin svo fólk geti komið og fengið sér kvöldverð eftir vinnu. Þegar vel viðrar stillum við borðum út á stétt svo fólk geti setið úti og horft á mannlífið og þar getur fólk líka reykt því kaffihúsið er reyklaust." Fyrir utan opnun nýs kaffihúss eru ýmsar nýjungar á döfinni hjá Te & kaffi, eins og nýtt útlit og nýjar umbúðir á kaffi og tei, og svo stendur til að fara út í verslanirnar með vörur fyritækisins. "Þetta hefur gengið óskaplega vel frá upphafi," segir Berglind. "Okkur var strax vel tekið, en það verður að segjast eins og er að kaffi- og temenning var á frekar lágu plani hér þegar við byrjuðum. Það hefur breyst á undanförnum 20 árum og nú gera Íslendingar kröfur um gott hráefni og alvöru te og kaffi. Uppáhaldskaffið mitt ? Það er misjafnt frá degi til dags. Nú er það Panamakaffið en ég er alltaf að skipta," segir Berglind, sem tekur kaffið fram yfir teið Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Te & kaffi fagnar í dag 20 ára afmæli með opnun kaffihúss á Laugavegi 24, þar sem gamla hljómplötudeild Fálkans var til húsa. "Við opnum í dag með pompi og pragt," segir Berglind Guðbrandsdóttir, annar stofnenda fyritækisins, en það voru hún og Sigmundur Dýrfjörð sem opnuðu fyrsta íslenska expressobarinn í bakhúsi við Laugaveg árið1986. "Nú erum við eingöngu að flytja kaffihúsið, en búðin verður áfram á sama stað. Kaffihúsið var bara löngu sprungið," segir Berglind. "Við ætlum að opna klukkan hálf átta á morgnana og bjóða upp á fjölbreyttan morgunmat, léttan matseðil í hádeginu og hafa opið til níu á kvöldin svo fólk geti komið og fengið sér kvöldverð eftir vinnu. Þegar vel viðrar stillum við borðum út á stétt svo fólk geti setið úti og horft á mannlífið og þar getur fólk líka reykt því kaffihúsið er reyklaust." Fyrir utan opnun nýs kaffihúss eru ýmsar nýjungar á döfinni hjá Te & kaffi, eins og nýtt útlit og nýjar umbúðir á kaffi og tei, og svo stendur til að fara út í verslanirnar með vörur fyritækisins. "Þetta hefur gengið óskaplega vel frá upphafi," segir Berglind. "Okkur var strax vel tekið, en það verður að segjast eins og er að kaffi- og temenning var á frekar lágu plani hér þegar við byrjuðum. Það hefur breyst á undanförnum 20 árum og nú gera Íslendingar kröfur um gott hráefni og alvöru te og kaffi. Uppáhaldskaffið mitt ? Það er misjafnt frá degi til dags. Nú er það Panamakaffið en ég er alltaf að skipta," segir Berglind, sem tekur kaffið fram yfir teið
Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira