Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem skólastjóri, á tímabilinu 1994 til 2001, dregið sér alls 28.784.170 krónur af svonefndu endurmenntunargjaldi sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Fjártökur ákærða komu ekki fram þar sem fullnægjandi bókhald var ekki haldið um það hvernig eftirmenntunargjaldið skilaði sér til reksturs skólans. Skólastjórinn fyrrverandi neitaði sök og krafðist sýknu. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að Jón Árni hafi að einhverju leyti blandað saman eigin útgjöldum og útgjöldum Viðskipta- og tölvuskólans sem hann var einnig í forsvari fyrir. Hafi hann m.a. staðið straum af ýmsum kostnaði af hálfu skólans og fengið hann endurgreiddan síðar með því að hann hafi ýmist verið greiddur honum, eða færður honum til inneignar á viðskiptareikningi hjá skólanum. Launagreiðslur til ákærða sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans hafi að einhverju leyti verið með þeim hætti að skólinn hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum hans, í stað þess að greiða honum laun með venjulegum hætti. Dómurinn sýknaði Jón Árna af ákæru um tugmilljóna króna fjárdrátt en taldi yfirgnæfandi líkur á því, með hliðsjón af tæknirannsókn Ríkislögreglustjóra, að hann hefði breytt fjárhæð á pöntunareyðublaði úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og þannig svikið fé út úr skólanum. Ákærði sagði hins vegar við yfirheyrslur að bókari Viðskipta- og tölvuskólans hefði fyrir mistök fært eyðublaðið ákærða til tekna í bókhaldi skólans. Jón Árni lét af störfum í skólanum í upphafi ársins 2002 og segir í Héraðsdómi að honum hafi ekki getað dulist að honum hafi ranglega verið færðar til tekna fyrrgreind upphæð. Þá verði ekki heldur fram hjá því horft að honum hafi borið, sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa eftirlit með fjárreiðum skólans og fylgjast með bókhaldi. Dómurinn taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var gert að greiða 1/10 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talið 1/10 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns að upphæð 850.000 króna. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, úr ríkissjóði. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem skólastjóri, á tímabilinu 1994 til 2001, dregið sér alls 28.784.170 krónur af svonefndu endurmenntunargjaldi sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Fjártökur ákærða komu ekki fram þar sem fullnægjandi bókhald var ekki haldið um það hvernig eftirmenntunargjaldið skilaði sér til reksturs skólans. Skólastjórinn fyrrverandi neitaði sök og krafðist sýknu. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að Jón Árni hafi að einhverju leyti blandað saman eigin útgjöldum og útgjöldum Viðskipta- og tölvuskólans sem hann var einnig í forsvari fyrir. Hafi hann m.a. staðið straum af ýmsum kostnaði af hálfu skólans og fengið hann endurgreiddan síðar með því að hann hafi ýmist verið greiddur honum, eða færður honum til inneignar á viðskiptareikningi hjá skólanum. Launagreiðslur til ákærða sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans hafi að einhverju leyti verið með þeim hætti að skólinn hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum hans, í stað þess að greiða honum laun með venjulegum hætti. Dómurinn sýknaði Jón Árna af ákæru um tugmilljóna króna fjárdrátt en taldi yfirgnæfandi líkur á því, með hliðsjón af tæknirannsókn Ríkislögreglustjóra, að hann hefði breytt fjárhæð á pöntunareyðublaði úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og þannig svikið fé út úr skólanum. Ákærði sagði hins vegar við yfirheyrslur að bókari Viðskipta- og tölvuskólans hefði fyrir mistök fært eyðublaðið ákærða til tekna í bókhaldi skólans. Jón Árni lét af störfum í skólanum í upphafi ársins 2002 og segir í Héraðsdómi að honum hafi ekki getað dulist að honum hafi ranglega verið færðar til tekna fyrrgreind upphæð. Þá verði ekki heldur fram hjá því horft að honum hafi borið, sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa eftirlit með fjárreiðum skólans og fylgjast með bókhaldi. Dómurinn taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var gert að greiða 1/10 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talið 1/10 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns að upphæð 850.000 króna. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, úr ríkissjóði.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira