Losnað við yfirdráttinn 28. júlí 2004 00:01 Sæll Ingólfur. Mig langar til að vita hvort þú lumir á góðum ráðum varðandi yfirdrætti? Þannig er að við erum að greiða yfir 10. þús. krónur í vexti á mánuði vegna yfirdráttarheimilda! Þetta er náttúrlega alltof mikið og væri betra að ráðstafa þessum peningum t.d. í sparnað. En þetta er vítahringur sem erfitt er að komast úr. Er sniðugt að taka lán fyrir yfirdrættinum? Er það ekki bara léleg lausn? Ertu með einhver ráð? Kveðja Svala. Sæl Svala. Þú hefur í rauninni aðeins um tvo kosti að velja fyrir utan að bíða eftir lottóvinningnum sem ég mæli ekki með. Annað hvort semur þú við þig sjálfa um að greiða ákveðna upphæð inn á heimildina á hverjum mánuði þangað til hún er búin, eða þú tekur skuldabréf með mánaðarlegum greiðslum. Kosturinn við skuldabréfið eru lægri vextir og aginn sem mánaðarlegir greiðsluseðlar veita. Seðlarnir liggja á manni eins og mara og maður losnar ekki við þá fyrr en maður borgar. Veljir þú hina leiðina mæli ég með að þú semjir um yfirdráttarvextina, annað hvort við bankann þinn eða einhvern annan. Lánastofnanir hafa ekkert á móti tiltölulega skilvísum skuldurum og Netbankinn, nb.is, hefur til dæmis gert fólki tilboð í yfirdráttinn þeirra og boðið lægri vexti en ég hef séð annarsstaðar. Veljir þú þessa leið verður þú sjálf að bera ábyrgð á mánaðarlegum greiðslum. Þú verður að veita þér nauðsynlegt aðhald til þess að greiða reglulega inn á heimildina. Bankinn setur ekki á þig þrýsting því honum líður vel á meðan hann tínir af þér vextina. Til þess að gera þér þessa leið auðvelda, legg ég til að þú takir 10% af mánaðarlegum nettótekjum þínum og notir þá upphæð til þess að greiða niður heimildana. Þú getur svo notað sömu upphæð í sparnað þegar þú hefur klárað yfirdráttinn. Þú segir að þetta sé vítahringur hjá ykkur. Er hugsanlegt að þið stýrið neyslunni ekki nógu vel og nýtið þar af leiðandi peningana illa? Getur verið að þið vitið ekki almennilega í hvað peningarnir fara; notið kreditkort, kaupið eitthvað sniðugt og ódýrt en síður það sem þið þurfið og ykkur vantar alltaf eitthvað? Þegar kortareikningurinn kemur hverfur ánægjan og þið munið ekki hvað þið keyptuð eða hvað það var sem kostaði svona mikið. Er þetta einhvernveginn svona? Ef svo er, mæli ég með að þið notið peningana eins og þið væruð að undirbúa góða og dýra máltíð: Skipuleggið kaupin með góðum fyrirvara og kaupið aðeins besta hráefnið. Látið ykkur hlakka til og finnið fyrir eftirvæntingunni og spennunni. Nostrið við matargerðina og skreytið borðið af tilfinningu og hugmyndaauðgi. Gefið ykkur góðan tíma við að matast, smjattið vel á réttunum og lifið lengi á eftirbragðinu. Verði ykkur að góðu, Ingólfur Hrafnkell Ertu með spurningu til Ingólfs? Sendu honum línu á fjarmal@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sæll Ingólfur. Mig langar til að vita hvort þú lumir á góðum ráðum varðandi yfirdrætti? Þannig er að við erum að greiða yfir 10. þús. krónur í vexti á mánuði vegna yfirdráttarheimilda! Þetta er náttúrlega alltof mikið og væri betra að ráðstafa þessum peningum t.d. í sparnað. En þetta er vítahringur sem erfitt er að komast úr. Er sniðugt að taka lán fyrir yfirdrættinum? Er það ekki bara léleg lausn? Ertu með einhver ráð? Kveðja Svala. Sæl Svala. Þú hefur í rauninni aðeins um tvo kosti að velja fyrir utan að bíða eftir lottóvinningnum sem ég mæli ekki með. Annað hvort semur þú við þig sjálfa um að greiða ákveðna upphæð inn á heimildina á hverjum mánuði þangað til hún er búin, eða þú tekur skuldabréf með mánaðarlegum greiðslum. Kosturinn við skuldabréfið eru lægri vextir og aginn sem mánaðarlegir greiðsluseðlar veita. Seðlarnir liggja á manni eins og mara og maður losnar ekki við þá fyrr en maður borgar. Veljir þú hina leiðina mæli ég með að þú semjir um yfirdráttarvextina, annað hvort við bankann þinn eða einhvern annan. Lánastofnanir hafa ekkert á móti tiltölulega skilvísum skuldurum og Netbankinn, nb.is, hefur til dæmis gert fólki tilboð í yfirdráttinn þeirra og boðið lægri vexti en ég hef séð annarsstaðar. Veljir þú þessa leið verður þú sjálf að bera ábyrgð á mánaðarlegum greiðslum. Þú verður að veita þér nauðsynlegt aðhald til þess að greiða reglulega inn á heimildina. Bankinn setur ekki á þig þrýsting því honum líður vel á meðan hann tínir af þér vextina. Til þess að gera þér þessa leið auðvelda, legg ég til að þú takir 10% af mánaðarlegum nettótekjum þínum og notir þá upphæð til þess að greiða niður heimildana. Þú getur svo notað sömu upphæð í sparnað þegar þú hefur klárað yfirdráttinn. Þú segir að þetta sé vítahringur hjá ykkur. Er hugsanlegt að þið stýrið neyslunni ekki nógu vel og nýtið þar af leiðandi peningana illa? Getur verið að þið vitið ekki almennilega í hvað peningarnir fara; notið kreditkort, kaupið eitthvað sniðugt og ódýrt en síður það sem þið þurfið og ykkur vantar alltaf eitthvað? Þegar kortareikningurinn kemur hverfur ánægjan og þið munið ekki hvað þið keyptuð eða hvað það var sem kostaði svona mikið. Er þetta einhvernveginn svona? Ef svo er, mæli ég með að þið notið peningana eins og þið væruð að undirbúa góða og dýra máltíð: Skipuleggið kaupin með góðum fyrirvara og kaupið aðeins besta hráefnið. Látið ykkur hlakka til og finnið fyrir eftirvæntingunni og spennunni. Nostrið við matargerðina og skreytið borðið af tilfinningu og hugmyndaauðgi. Gefið ykkur góðan tíma við að matast, smjattið vel á réttunum og lifið lengi á eftirbragðinu. Verði ykkur að góðu, Ingólfur Hrafnkell Ertu með spurningu til Ingólfs? Sendu honum línu á fjarmal@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira