Rétt ákvörðun Ólafs Ragnars 28. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem tilkynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna var réttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mánuða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yfirvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en einstrengisleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr -- og ná víðtækri sátt -- um hvert eigi að vera hlutverk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingismanna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnarskrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Enginn vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft fram hjá því af fjölbreytni í fjölmiðlum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotlömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisútvarpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skaðar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetning verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámennis þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem tilkynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna var réttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mánuða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yfirvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en einstrengisleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr -- og ná víðtækri sátt -- um hvert eigi að vera hlutverk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingismanna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnarskrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Enginn vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft fram hjá því af fjölbreytni í fjölmiðlum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotlömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisútvarpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skaðar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetning verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámennis þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun