Inn og úr tísku 4. ágúst 2004 00:01 Húðflúr fer reglulega inn og úr tísku þó að flúraður líkami sé vissulega einskonar lífstíll margra manna. Rokkarar og sjómenn hafa löngum verið þekktir fyrir að bera flúraðar myndir víðs vegar um líkamann en nú sjást allar stéttir þjóðfélagsins með húðflúr. Hjá kvenfólki hefur ökklinn verið vinsæll staður til að teikna á sól, blóm eða dreka og nú sér maður reglulega glitta í frumbyggjalegt munstur á neðra baki ungra kvenna. Húðflúr á sér langa sögu og fornleifafræðingar hafa rakið húðflúr aftur til 6.000 árum fyrir krist. Það voru aðallega konur sem báru húðflúr í Egyptalandi hinu forna en eftir að þessi skreytilist barst til Evrópu um 2.000 árum fyrir Krist, voru Rómverjar duglegir við þessa iðju svo og Keltar. Sagan segir að lyktin af efnum þeim sem voru notuð hafi verið svo slæm að skreytilistamenn til forna hafi allajafna þurft að búa utan þorpskjarna en það er sennilega úr sögunni nú. Margar þjóðir í dag iðka enn að skreyta líkamann ýmsum táknum til heilla guðunum, öndunum eða dýrunum, en nútímamaðurinn notar húðflúrið aðallega til skrauts. Hér á landi hafa nokkrir menn sérhæft sig í húðflúri eins og Helgi tattoo, Fjölnir tattoo Braga og Jón Páll tattoo. Við slógum á þráðinn til Jóns Páls skreytimeistara á húðflúrstofunni Studio 54 á Laugavegi 54. Að hans sögn eru vinsældir einlitu Tribal-flúranna farin að dala og litríkari tattoo að verða vinsælli. Hann tekur þó fram að að ekki sé um að ræða einhverjar litabókamyndir þar sem öllum litum ægi saman, heldur opnar og léttar útlínur með fáum litum en oft mörgum tónum af sama lit. Segir Jón Páll að þessi stíll sé mjög vinsæll í Bandaríkjunum og og sé nú í auknum mæli ryðja sér til rúms í Evrópu. Ástæðuna fyrir þessari auknu áherslu á liti segir hann að tækninni og gæðunum í greininni hafi fleygt svo fram á undanförnum árum að bókstaflega allt sé orðið hægt. Fólk sé því orðið djarfara í vali á líkamsskreytingum eins og þessar myndir úr smiðju hans sýna glögglega. Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Sjá meira
Húðflúr fer reglulega inn og úr tísku þó að flúraður líkami sé vissulega einskonar lífstíll margra manna. Rokkarar og sjómenn hafa löngum verið þekktir fyrir að bera flúraðar myndir víðs vegar um líkamann en nú sjást allar stéttir þjóðfélagsins með húðflúr. Hjá kvenfólki hefur ökklinn verið vinsæll staður til að teikna á sól, blóm eða dreka og nú sér maður reglulega glitta í frumbyggjalegt munstur á neðra baki ungra kvenna. Húðflúr á sér langa sögu og fornleifafræðingar hafa rakið húðflúr aftur til 6.000 árum fyrir krist. Það voru aðallega konur sem báru húðflúr í Egyptalandi hinu forna en eftir að þessi skreytilist barst til Evrópu um 2.000 árum fyrir Krist, voru Rómverjar duglegir við þessa iðju svo og Keltar. Sagan segir að lyktin af efnum þeim sem voru notuð hafi verið svo slæm að skreytilistamenn til forna hafi allajafna þurft að búa utan þorpskjarna en það er sennilega úr sögunni nú. Margar þjóðir í dag iðka enn að skreyta líkamann ýmsum táknum til heilla guðunum, öndunum eða dýrunum, en nútímamaðurinn notar húðflúrið aðallega til skrauts. Hér á landi hafa nokkrir menn sérhæft sig í húðflúri eins og Helgi tattoo, Fjölnir tattoo Braga og Jón Páll tattoo. Við slógum á þráðinn til Jóns Páls skreytimeistara á húðflúrstofunni Studio 54 á Laugavegi 54. Að hans sögn eru vinsældir einlitu Tribal-flúranna farin að dala og litríkari tattoo að verða vinsælli. Hann tekur þó fram að að ekki sé um að ræða einhverjar litabókamyndir þar sem öllum litum ægi saman, heldur opnar og léttar útlínur með fáum litum en oft mörgum tónum af sama lit. Segir Jón Páll að þessi stíll sé mjög vinsæll í Bandaríkjunum og og sé nú í auknum mæli ryðja sér til rúms í Evrópu. Ástæðuna fyrir þessari auknu áherslu á liti segir hann að tækninni og gæðunum í greininni hafi fleygt svo fram á undanförnum árum að bókstaflega allt sé orðið hægt. Fólk sé því orðið djarfara í vali á líkamsskreytingum eins og þessar myndir úr smiðju hans sýna glögglega.
Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Sjá meira