Inn og úr tísku 4. ágúst 2004 00:01 Húðflúr fer reglulega inn og úr tísku þó að flúraður líkami sé vissulega einskonar lífstíll margra manna. Rokkarar og sjómenn hafa löngum verið þekktir fyrir að bera flúraðar myndir víðs vegar um líkamann en nú sjást allar stéttir þjóðfélagsins með húðflúr. Hjá kvenfólki hefur ökklinn verið vinsæll staður til að teikna á sól, blóm eða dreka og nú sér maður reglulega glitta í frumbyggjalegt munstur á neðra baki ungra kvenna. Húðflúr á sér langa sögu og fornleifafræðingar hafa rakið húðflúr aftur til 6.000 árum fyrir krist. Það voru aðallega konur sem báru húðflúr í Egyptalandi hinu forna en eftir að þessi skreytilist barst til Evrópu um 2.000 árum fyrir Krist, voru Rómverjar duglegir við þessa iðju svo og Keltar. Sagan segir að lyktin af efnum þeim sem voru notuð hafi verið svo slæm að skreytilistamenn til forna hafi allajafna þurft að búa utan þorpskjarna en það er sennilega úr sögunni nú. Margar þjóðir í dag iðka enn að skreyta líkamann ýmsum táknum til heilla guðunum, öndunum eða dýrunum, en nútímamaðurinn notar húðflúrið aðallega til skrauts. Hér á landi hafa nokkrir menn sérhæft sig í húðflúri eins og Helgi tattoo, Fjölnir tattoo Braga og Jón Páll tattoo. Við slógum á þráðinn til Jóns Páls skreytimeistara á húðflúrstofunni Studio 54 á Laugavegi 54. Að hans sögn eru vinsældir einlitu Tribal-flúranna farin að dala og litríkari tattoo að verða vinsælli. Hann tekur þó fram að að ekki sé um að ræða einhverjar litabókamyndir þar sem öllum litum ægi saman, heldur opnar og léttar útlínur með fáum litum en oft mörgum tónum af sama lit. Segir Jón Páll að þessi stíll sé mjög vinsæll í Bandaríkjunum og og sé nú í auknum mæli ryðja sér til rúms í Evrópu. Ástæðuna fyrir þessari auknu áherslu á liti segir hann að tækninni og gæðunum í greininni hafi fleygt svo fram á undanförnum árum að bókstaflega allt sé orðið hægt. Fólk sé því orðið djarfara í vali á líkamsskreytingum eins og þessar myndir úr smiðju hans sýna glögglega. Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Húðflúr fer reglulega inn og úr tísku þó að flúraður líkami sé vissulega einskonar lífstíll margra manna. Rokkarar og sjómenn hafa löngum verið þekktir fyrir að bera flúraðar myndir víðs vegar um líkamann en nú sjást allar stéttir þjóðfélagsins með húðflúr. Hjá kvenfólki hefur ökklinn verið vinsæll staður til að teikna á sól, blóm eða dreka og nú sér maður reglulega glitta í frumbyggjalegt munstur á neðra baki ungra kvenna. Húðflúr á sér langa sögu og fornleifafræðingar hafa rakið húðflúr aftur til 6.000 árum fyrir krist. Það voru aðallega konur sem báru húðflúr í Egyptalandi hinu forna en eftir að þessi skreytilist barst til Evrópu um 2.000 árum fyrir Krist, voru Rómverjar duglegir við þessa iðju svo og Keltar. Sagan segir að lyktin af efnum þeim sem voru notuð hafi verið svo slæm að skreytilistamenn til forna hafi allajafna þurft að búa utan þorpskjarna en það er sennilega úr sögunni nú. Margar þjóðir í dag iðka enn að skreyta líkamann ýmsum táknum til heilla guðunum, öndunum eða dýrunum, en nútímamaðurinn notar húðflúrið aðallega til skrauts. Hér á landi hafa nokkrir menn sérhæft sig í húðflúri eins og Helgi tattoo, Fjölnir tattoo Braga og Jón Páll tattoo. Við slógum á þráðinn til Jóns Páls skreytimeistara á húðflúrstofunni Studio 54 á Laugavegi 54. Að hans sögn eru vinsældir einlitu Tribal-flúranna farin að dala og litríkari tattoo að verða vinsælli. Hann tekur þó fram að að ekki sé um að ræða einhverjar litabókamyndir þar sem öllum litum ægi saman, heldur opnar og léttar útlínur með fáum litum en oft mörgum tónum af sama lit. Segir Jón Páll að þessi stíll sé mjög vinsæll í Bandaríkjunum og og sé nú í auknum mæli ryðja sér til rúms í Evrópu. Ástæðuna fyrir þessari auknu áherslu á liti segir hann að tækninni og gæðunum í greininni hafi fleygt svo fram á undanförnum árum að bókstaflega allt sé orðið hægt. Fólk sé því orðið djarfara í vali á líkamsskreytingum eins og þessar myndir úr smiðju hans sýna glögglega.
Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira