Þjóðfélagið allt ein málstofa 10. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nokkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í rauninni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sér til að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráðinn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi "stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar", einnig "forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra". Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp "skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun". Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sumar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoðun verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögðum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lögfræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við einstakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórnmála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orðaskipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nokkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í rauninni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sér til að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráðinn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi "stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar", einnig "forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra". Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp "skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun". Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sumar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoðun verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögðum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lögfræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við einstakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórnmála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orðaskipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun