Leiðinlegast að bíða í biðröð 10. ágúst 2004 00:01 Sóley og Unnur Konráðsdætur eru átta ára tvíburar sem ganga í 3. bekk Laugarnesskóla í vetur. Kannski væri nær að segja hjóla því þær segjast ætla að nota hjólin sem farartæki í skólann. Eina stóra umferðargötu þurfa þær að fara yfir, Sundlaugarveginn, en eru svo heppnar að þar eru gönguljós svo þær geta stöðvað bílana og komist yfir. Þær hlakka til að byrja í skólanum en vita ekki alveg hvenær hann verður settur þar sem endurbætur standa yfir á húsnæðinu. "Það er verið að stækka skólann okkar og setja í hann eldhús. Við fáum örugglega að baka þar og þá getum hætt að baka í skólastofunni," segja þær og síðan kemur hin fjörlegasta frásögn af bökunardegi í þrengslum skólastofunnar þar sem sá heppnasti fékk yfir sig fulla skál af súkkulaðikökudeigi og sleikti að sjálfsögðu út um. Þegar kemur að því að velja skemmtilegustu námsgreinina er úr vöndu að ráða. "Ég held það sé samfélagsfræðin þar sem við lærum um hnöttinn, líkamann og risaeðlurnar," segir Unnur. Nú eru þær spurðar hvað sé leiðinlegast við skólann og í fyrstu segja þær að ekkert sé leiðinlegt. Svo tínist smávegis til. "Leiðinlegast er þegar maður þarf að standa í langri biðröð með verkefni til kennarans og frímínúturnar eru alveg að byrja," segir Unnur. "Já, og að þurfa að fara út í frímínútum þó að það sé hagl og snjór og rok og bylur og demba," bætir Sóley við. "En við lifum það samt af," segja þær svo hlæjandi. Fjármál Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sóley og Unnur Konráðsdætur eru átta ára tvíburar sem ganga í 3. bekk Laugarnesskóla í vetur. Kannski væri nær að segja hjóla því þær segjast ætla að nota hjólin sem farartæki í skólann. Eina stóra umferðargötu þurfa þær að fara yfir, Sundlaugarveginn, en eru svo heppnar að þar eru gönguljós svo þær geta stöðvað bílana og komist yfir. Þær hlakka til að byrja í skólanum en vita ekki alveg hvenær hann verður settur þar sem endurbætur standa yfir á húsnæðinu. "Það er verið að stækka skólann okkar og setja í hann eldhús. Við fáum örugglega að baka þar og þá getum hætt að baka í skólastofunni," segja þær og síðan kemur hin fjörlegasta frásögn af bökunardegi í þrengslum skólastofunnar þar sem sá heppnasti fékk yfir sig fulla skál af súkkulaðikökudeigi og sleikti að sjálfsögðu út um. Þegar kemur að því að velja skemmtilegustu námsgreinina er úr vöndu að ráða. "Ég held það sé samfélagsfræðin þar sem við lærum um hnöttinn, líkamann og risaeðlurnar," segir Unnur. Nú eru þær spurðar hvað sé leiðinlegast við skólann og í fyrstu segja þær að ekkert sé leiðinlegt. Svo tínist smávegis til. "Leiðinlegast er þegar maður þarf að standa í langri biðröð með verkefni til kennarans og frímínúturnar eru alveg að byrja," segir Unnur. "Já, og að þurfa að fara út í frímínútum þó að það sé hagl og snjór og rok og bylur og demba," bætir Sóley við. "En við lifum það samt af," segja þær svo hlæjandi.
Fjármál Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira