Hagstæðasti sparnaður sem völ er á 10. ágúst 2004 00:01 Viðbótarlífeyrissparnaður er tiltölulega nýtt sparnaðarfyrirkomulag á Íslandi þar sem aðilar vinnumarkaðarins og yfirvöld hafa sameinast um ráðstöfun sem felur í sér mikilvæga kjarabót. Enn er löggjöf um viðbótarlífeyrissparnað smám saman að þróast og festast í sessi á vinnumarkaði og fólk að átta sig á möguleikunum sem felst í þeim sparnaði. Það er hins vegar val einstaklingsins að hefja viðbótarlífeyrissparnað og þarf hann sjálfur að gera samning við þann fjárvörsluaðila sem hann velur að skipta við. "Viðbótarlífeyrissparnaður er tvímælalaust hagstæðasti sparnaður sem völ er á," segir Marta Helgadóttir á sölu- og markaðssviði SPRON. "Launþegar geta greitt allt að 4% af launum sínum í viðbótarlífeyri og er atvinnurekanda skylt að leggja til 2% aukaframlag. Mótframlag launagreiðenda sem almennt er umsamið í kjarasamningum er 2% en einmitt mótframlagið gerir viðbótarlífeyrissparnað að hagstæðasta sparnaði sem völ er á. Auk þess sem framlag launþegans er að fullu frádráttarbært frá skatti," segir Marta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta lagt fyrir sambærilegt hlutfall af tekjum eða 6% og notið þess skattalega hagræðis sem þessu fyrirkomulagi fylgir. Viðbótarlífeyrissparnaður er langtímaráðstöfun og í því felast mörg tækifæri. Því fyrr sem einstaklingar hefja sparnaðinn því meiri möguleika hafa þeir til að ná góðri ávöxtun, það er því mikilvægt að byrja strax. "Að leggja fyrir reglulega í langan tíma er það sem skilar bestum árangri, með því móti læturðu peningana vinna fyrir þig, það má komast þannig að orði að tíminn vinni með þér," segir Marta. "Með heilbrigðu líferni og auknu framboði símenntunar getur fólk viðhaldið opnum huga til lífsins tækifæra. Hugtakið að eldast er breytt og það er ýmislegt sem er sjálfsagt í dag sem þótti ekki við hæfi fyrir 20-30 árum síðan. Það var ekki algengt að gamlar kerlingar og karlar væru að setjast á skólabekk á miðjum aldri og plana framtíðina," segir Marta og brosir. Hægt er að velja mismunandi ávöxtunarleiðir þegar kemur að viðbótarlífeyri. Viðhorf fólks til áhættu eru mismunandi en það er hægt að stýra áhættunni og það er hægt að lágmarka hana með því að velja öruggari ávöxtunarleiðirnar. "Grundavallaratriði er að kynna sér málin vel og velja vörsluaðila sem við treystum vel," kristineva@frettabladid.is Fjármál Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Viðbótarlífeyrissparnaður er tiltölulega nýtt sparnaðarfyrirkomulag á Íslandi þar sem aðilar vinnumarkaðarins og yfirvöld hafa sameinast um ráðstöfun sem felur í sér mikilvæga kjarabót. Enn er löggjöf um viðbótarlífeyrissparnað smám saman að þróast og festast í sessi á vinnumarkaði og fólk að átta sig á möguleikunum sem felst í þeim sparnaði. Það er hins vegar val einstaklingsins að hefja viðbótarlífeyrissparnað og þarf hann sjálfur að gera samning við þann fjárvörsluaðila sem hann velur að skipta við. "Viðbótarlífeyrissparnaður er tvímælalaust hagstæðasti sparnaður sem völ er á," segir Marta Helgadóttir á sölu- og markaðssviði SPRON. "Launþegar geta greitt allt að 4% af launum sínum í viðbótarlífeyri og er atvinnurekanda skylt að leggja til 2% aukaframlag. Mótframlag launagreiðenda sem almennt er umsamið í kjarasamningum er 2% en einmitt mótframlagið gerir viðbótarlífeyrissparnað að hagstæðasta sparnaði sem völ er á. Auk þess sem framlag launþegans er að fullu frádráttarbært frá skatti," segir Marta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta lagt fyrir sambærilegt hlutfall af tekjum eða 6% og notið þess skattalega hagræðis sem þessu fyrirkomulagi fylgir. Viðbótarlífeyrissparnaður er langtímaráðstöfun og í því felast mörg tækifæri. Því fyrr sem einstaklingar hefja sparnaðinn því meiri möguleika hafa þeir til að ná góðri ávöxtun, það er því mikilvægt að byrja strax. "Að leggja fyrir reglulega í langan tíma er það sem skilar bestum árangri, með því móti læturðu peningana vinna fyrir þig, það má komast þannig að orði að tíminn vinni með þér," segir Marta. "Með heilbrigðu líferni og auknu framboði símenntunar getur fólk viðhaldið opnum huga til lífsins tækifæra. Hugtakið að eldast er breytt og það er ýmislegt sem er sjálfsagt í dag sem þótti ekki við hæfi fyrir 20-30 árum síðan. Það var ekki algengt að gamlar kerlingar og karlar væru að setjast á skólabekk á miðjum aldri og plana framtíðina," segir Marta og brosir. Hægt er að velja mismunandi ávöxtunarleiðir þegar kemur að viðbótarlífeyri. Viðhorf fólks til áhættu eru mismunandi en það er hægt að stýra áhættunni og það er hægt að lágmarka hana með því að velja öruggari ávöxtunarleiðirnar. "Grundavallaratriði er að kynna sér málin vel og velja vörsluaðila sem við treystum vel," kristineva@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira