Lifandi hreyfing 13. október 2005 14:31 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun