Slökktu á sjónvarpinu 13. október 2005 14:32 Smári Jósepsson skrifar um einn stærsta tímaþjóf allra tíma Ah! Blessað sjónvarpið. Það getur gert mann alveg snar stundum. Sérstaklega þegar maður stendur sig að því að horfa á rammann sjálfan en ekki það sem er í honum. Þá kemur ein þunglyndasta hugsun heims: "Ég á mér ekkert líf". Botninum er náð. Í stað þess að gera skapandi hluti með eigið líf fylgist maður með þáttaröðum sem fjalla um spennandi atburði í lífi annarra. Sefjandi svo ekki sé meira sagt. Eins og með allt þá eru skoðanir fólks misjafnar á þessu. Sumir geta ekki án þess verið - aðrir prísa sig sæla að vera lausir. Það sem helst ber að varast er þegar þessi öflugi miðill er notaður í þeim tilgangi að véla fólk til að hafa vissar skoðanir á hlutunum eða til að trúa einhverju sem er ekki satt. Ónefnd þjóð ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað þetta snertir. Með ítrekuðum áróðri tekst æðstu ráðamönnum þar í landi að sannfæra fólk um að mikil ógn stafi af öðrum þjóðum og þeim beri að verja sig með hernaðaraðgerðum. Við þessu gleypir almenningur án teljandi hugsunnar og ungir strákar með vélbyssur, sem eru stærri en þeir sjálfir, telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru sendir út á vígvöllinn. Það er með ólíkindum að hægt sé að fá manneskju til að telja sig vera að hjálpa fólki með því að beita það ofbeldi í svo miklum mæli. En þetta segir meira en mörg orð um vald þessa miðils. Fólk streymir út í búð og kaupir sér kók án þess að hafa hugmynd um af hverju það keypti sér kók. Ef maður eignast lágmarksmeðvitund um þetta þá er fyrsta skrefinu náð. Ósjálfrátt verður maður minna ginnkeyptur fyrir auglýsingum og upplýsingum og getur vinsað úr flórunni sem flæðir úr sjónvarpinu. Best af öllu er þó að vera alfarið án þess. Stuð milli stríða Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Smári Jósepsson skrifar um einn stærsta tímaþjóf allra tíma Ah! Blessað sjónvarpið. Það getur gert mann alveg snar stundum. Sérstaklega þegar maður stendur sig að því að horfa á rammann sjálfan en ekki það sem er í honum. Þá kemur ein þunglyndasta hugsun heims: "Ég á mér ekkert líf". Botninum er náð. Í stað þess að gera skapandi hluti með eigið líf fylgist maður með þáttaröðum sem fjalla um spennandi atburði í lífi annarra. Sefjandi svo ekki sé meira sagt. Eins og með allt þá eru skoðanir fólks misjafnar á þessu. Sumir geta ekki án þess verið - aðrir prísa sig sæla að vera lausir. Það sem helst ber að varast er þegar þessi öflugi miðill er notaður í þeim tilgangi að véla fólk til að hafa vissar skoðanir á hlutunum eða til að trúa einhverju sem er ekki satt. Ónefnd þjóð ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað þetta snertir. Með ítrekuðum áróðri tekst æðstu ráðamönnum þar í landi að sannfæra fólk um að mikil ógn stafi af öðrum þjóðum og þeim beri að verja sig með hernaðaraðgerðum. Við þessu gleypir almenningur án teljandi hugsunnar og ungir strákar með vélbyssur, sem eru stærri en þeir sjálfir, telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru sendir út á vígvöllinn. Það er með ólíkindum að hægt sé að fá manneskju til að telja sig vera að hjálpa fólki með því að beita það ofbeldi í svo miklum mæli. En þetta segir meira en mörg orð um vald þessa miðils. Fólk streymir út í búð og kaupir sér kók án þess að hafa hugmynd um af hverju það keypti sér kók. Ef maður eignast lágmarksmeðvitund um þetta þá er fyrsta skrefinu náð. Ósjálfrátt verður maður minna ginnkeyptur fyrir auglýsingum og upplýsingum og getur vinsað úr flórunni sem flæðir úr sjónvarpinu. Best af öllu er þó að vera alfarið án þess.
Stuð milli stríða Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira