Charlize keppir við Nicole 18. ágúst 2004 00:01 Hin yndisfríða suður-afríska leikkona Charlize Theron hefur skrifað undir samning hjá Christian Dior. Það þýðir að Theron er hið nýja andlit metsöluilmvatnsins þeirra Dior-manna, Jadore. Theron mun því heyja hatramma baráttu við óskarsverðlaunahafann Nicole Kidman sem verður hið nýja andlit Chanel. Theron mun bæði leika í auglýsingum og sitja fyrir á myndum fyrir Jadore og mun allsherjarherferð hefjast seinnipart hausts. Ekki eru til staðfestar tölur um upphæðina sem Theron fær fyrir þennan samning en kvisast hefur út að hún fái eitthvað á milli 210 og 360 milljónir íslenskra króna. Hollywood-stjörnurnar virðast næstum því vera að koma í staðinn fyrir fyrirsæturnar vestan hafs. Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank auglýsir Calvin Klein-nærföt eins og óð manneskja á meðan Scarlett Johansson er aðalstjarnan í haustlínu Louis Vuitton. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Hin yndisfríða suður-afríska leikkona Charlize Theron hefur skrifað undir samning hjá Christian Dior. Það þýðir að Theron er hið nýja andlit metsöluilmvatnsins þeirra Dior-manna, Jadore. Theron mun því heyja hatramma baráttu við óskarsverðlaunahafann Nicole Kidman sem verður hið nýja andlit Chanel. Theron mun bæði leika í auglýsingum og sitja fyrir á myndum fyrir Jadore og mun allsherjarherferð hefjast seinnipart hausts. Ekki eru til staðfestar tölur um upphæðina sem Theron fær fyrir þennan samning en kvisast hefur út að hún fái eitthvað á milli 210 og 360 milljónir íslenskra króna. Hollywood-stjörnurnar virðast næstum því vera að koma í staðinn fyrir fyrirsæturnar vestan hafs. Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank auglýsir Calvin Klein-nærföt eins og óð manneskja á meðan Scarlett Johansson er aðalstjarnan í haustlínu Louis Vuitton.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira