Rúnar náði sjöunda sætinu 22. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf honum 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stórkostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var himinlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarnar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarnar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndunum góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Íslandi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er verulega ánægður með þessa ólympíuleika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Alexandersson en það var Kínverjinn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sjá meira
Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf honum 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stórkostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var himinlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarnar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarnar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndunum góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Íslandi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er verulega ánægður með þessa ólympíuleika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Alexandersson en það var Kínverjinn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sjá meira