Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli." Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli."
Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira