Höll minninganna 2. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun