Barnamorðin í Beslan 6. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Villimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svo skelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrirlitningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórnmálastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki. Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innanborðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðarlest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hundruð manns í gíslingu og á annað hundruð féllu þegar rússneskar sérsveitir réðust til atlögu. Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálfstjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-kaída samtakanna, sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi verk og uppræta samtök þeirra. En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífurlegt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæruhernaði og hryðjuverkum innan lands og utan. Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná samabandi við hina hófsamari forystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á við afleiðinguna með hefðbundum aðferðum frá tímum kommúnismans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýðræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík viðbrögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og ofbeldið en leysa hana ekki. Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðjuverkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Villimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svo skelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrirlitningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórnmálastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki. Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innanborðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðarlest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hundruð manns í gíslingu og á annað hundruð féllu þegar rússneskar sérsveitir réðust til atlögu. Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálfstjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-kaída samtakanna, sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi verk og uppræta samtök þeirra. En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífurlegt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæruhernaði og hryðjuverkum innan lands og utan. Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná samabandi við hina hófsamari forystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á við afleiðinguna með hefðbundum aðferðum frá tímum kommúnismans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýðræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík viðbrögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og ofbeldið en leysa hana ekki. Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðjuverkanna.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun