Kaðlajóga fyrir alla 7. september 2004 00:01 Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma." Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma."
Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira