Þörf er á meiri sveigjanleika 8. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun