Hörðustu bardagar í margar vikur 12. september 2004 00:01 Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu. Tveir mánuðir eru síðan heimastjórn Íraka tók við völdum í landinu en hvorki heimastjórnin né bandaríski herinn virðast þó hafa stjórn á ástandinu. Síðasta sólarhringinn hafa tæplega þrjátíu látið lífið og yfir hundrað særst í Bagdad í ýmis konar skærum og bardögum á víð og dreif um borgina. Eitthvert alvarlegasta atvikið átti sér stað eftir að írakskir uppreisnarmenn sprengdu bandarískan brynbíl í loft upp. Fjórir bandarískir hermenn voru fluttir á brott með minniháttar meiðsl en Bandaríkjaher lét ekki þar við sitja heldur sendi árásarþyrlu til að eyðileggja brynbílinn alveg og koma þannig í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust yfir vopn úr honum. Í millitíðinni hafði hins vegar mikill mannfjöldi safnast saman við bílinn til að fagna, bæði uppreisnarmenn og ungir drengir sem höfðu ekki tíma til að koma sér í burtu áður en bandaríska þyrlan gerði árás. Tvö börn létu lífið auk fréttamanns hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiyya. Hann var að undirbúa frétt þegar sprengjubrot hæfði hann. Hann féll á jörðina með ópum og sagðist vera að deyja. Sjónvarpsstöðin sýndi myndirnar skömmu síðar. Írakskur öfgahópur sem heldur tveimur ítölskum konum í haldi í Bagdad hefur hótað að lífláta þær innan sólarhrings verði ítalskir hermenn í Írak ekki kallaðir heim. Ríkisstjórn Ítalíu segist ekki munu ræða við mannræningjana. Konurnar, sem báðar eru 29 ára gamlar, unnu hjá ítölskum hjálparsamtökum. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu. Tveir mánuðir eru síðan heimastjórn Íraka tók við völdum í landinu en hvorki heimastjórnin né bandaríski herinn virðast þó hafa stjórn á ástandinu. Síðasta sólarhringinn hafa tæplega þrjátíu látið lífið og yfir hundrað særst í Bagdad í ýmis konar skærum og bardögum á víð og dreif um borgina. Eitthvert alvarlegasta atvikið átti sér stað eftir að írakskir uppreisnarmenn sprengdu bandarískan brynbíl í loft upp. Fjórir bandarískir hermenn voru fluttir á brott með minniháttar meiðsl en Bandaríkjaher lét ekki þar við sitja heldur sendi árásarþyrlu til að eyðileggja brynbílinn alveg og koma þannig í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust yfir vopn úr honum. Í millitíðinni hafði hins vegar mikill mannfjöldi safnast saman við bílinn til að fagna, bæði uppreisnarmenn og ungir drengir sem höfðu ekki tíma til að koma sér í burtu áður en bandaríska þyrlan gerði árás. Tvö börn létu lífið auk fréttamanns hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiyya. Hann var að undirbúa frétt þegar sprengjubrot hæfði hann. Hann féll á jörðina með ópum og sagðist vera að deyja. Sjónvarpsstöðin sýndi myndirnar skömmu síðar. Írakskur öfgahópur sem heldur tveimur ítölskum konum í haldi í Bagdad hefur hótað að lífláta þær innan sólarhrings verði ítalskir hermenn í Írak ekki kallaðir heim. Ríkisstjórn Ítalíu segist ekki munu ræða við mannræningjana. Konurnar, sem báðar eru 29 ára gamlar, unnu hjá ítölskum hjálparsamtökum.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira