Guðni í opinni dagskrá 13. september 2004 00:01 Þrátt fyrir að enska deildarkeppninn sé kominn yfir á Skjá einn eru Sýn-menn hvergi að baki dottnir í umfjöllun sinni á fótboltanum. Þeir sýna áfram frá Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppnunum svo eitthvað sé nefnt. Þá verður þáttur Guðna Bergssonar áfram á dagskránni í vetur og það sem meira er, í opinni dagskrá. Umsjónarmenn þáttarins eru áðurnefndur Guðni en honum til trausts og halds er hinn gamalreyndi íþróttafréttamaður Heimir Karlsson. Saman munu þeir fá til sín góða gesti sem segja álit sitt á því sem er að gerast í boltanum hverju sinni og sýna frá öllu því helsta sem gerðist í boltanum þá helgina. í kvöld munu þeir félagar fara rækilega yfir Meistaradeildina sem er að fara á fullt auk þess sem ítalski og spænski boltinn verður áberandi. Einnig verður 17. umferð Landsbankadeildarinnar krufinn til mergjar með aðstoð hins eina sanna Hemma Gunn. Þættirnir eru sýndir kl. 20.30 á mánudögum og sem fyrr segir verða þeir í opinni dagskrá frá og með deginum í dag. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þrátt fyrir að enska deildarkeppninn sé kominn yfir á Skjá einn eru Sýn-menn hvergi að baki dottnir í umfjöllun sinni á fótboltanum. Þeir sýna áfram frá Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppnunum svo eitthvað sé nefnt. Þá verður þáttur Guðna Bergssonar áfram á dagskránni í vetur og það sem meira er, í opinni dagskrá. Umsjónarmenn þáttarins eru áðurnefndur Guðni en honum til trausts og halds er hinn gamalreyndi íþróttafréttamaður Heimir Karlsson. Saman munu þeir fá til sín góða gesti sem segja álit sitt á því sem er að gerast í boltanum hverju sinni og sýna frá öllu því helsta sem gerðist í boltanum þá helgina. í kvöld munu þeir félagar fara rækilega yfir Meistaradeildina sem er að fara á fullt auk þess sem ítalski og spænski boltinn verður áberandi. Einnig verður 17. umferð Landsbankadeildarinnar krufinn til mergjar með aðstoð hins eina sanna Hemma Gunn. Þættirnir eru sýndir kl. 20.30 á mánudögum og sem fyrr segir verða þeir í opinni dagskrá frá og með deginum í dag.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira