Lögmálin gilda líka um útgerð 17. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun