Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifa 21. nóvember 2025 08:16 Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun