Sorphirðugjöld hækka um þriðjung 17. september 2004 00:01 Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira