Forsendur kjarasamninga að bresta 17. september 2004 00:01 Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira