
Innlent
Sjóðurinn dugar í tvo mánuði
Um 900 milljónir króna eru í verkfallssjóði kennara. Meðan á verkfalli stendur fá grunnskólakennarar í fullu starfi greiddar þrjú þúsund krónur á dag, eða um 90 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að sjóðurinn verður uppurinn þegar um 4300 kennarar í Félagi grunnskólakennara hafa fengið úr honum greitt í tvo mánuði. Standi verkfall kennara svo lengi má búast við að kennarafélög á Norðurlöndunum grípi inn í með fjárframlögum líkt og áður.