Aðgerðir gegn leikjanámskeiðum 20. september 2004 00:01 Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara. Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt eða íhugi að koma upp gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall varir. Til dæmis eru fleiri en 80 börn starfsfólks KB-banka á leikjanámskeiði í Valsheimilinu, börn þeirra sem starfa í Landsbanknum stendur til boða leikjanámskið í KR-heimilinu og foreldrafélag Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra hefur sent börn í heilsuskóla í Félagsheimili Þróttar. Þá hefur Eimskipafélagið tekið á leigu húsnæði fyrir börn starfsfólks og Orkuveitan mun vera að athuga hvort slíkri stafsemi verði komið á. Formaður Verkfallsstjórnunar Kennarafélagsins, Svava Björnsdóttir, segist ekki vita til að slík starfsemi hafi áður verið starfrækt í kennaraverkföllum. Enn sé óvíst til hvaða úrræða verður gripið ef talið er að með henni sé gengið inn á verksvið kennara. „Við komum ekki til með að storma neins staðar en við ætlum að nota daginn í dag til að skoða hvað sé að gerast; hverjir það séu sem ætli að bjóða upp á skipulagða starfsemi með börnum þar sem okkur finndist þá gengið inn verksvið kennara,“ segir Svava. Undir verksvið kennara fellur öll starfsemi þar sem fagmenntaðir aðilar vinna með börnum á skipulegan hátt, hvers konar fræðslustarfsemi og einnig leikjanámskeið líkt og nú eru í gangi víðsvegar. Svava segir barnagæslu það eina sem ekki flokkist undir verkfallsbrot, svo framarlega sem hún fari fram á skólatíma barnanna. Hægt er að hlusta á viðtal við Svövu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara. Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt eða íhugi að koma upp gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall varir. Til dæmis eru fleiri en 80 börn starfsfólks KB-banka á leikjanámskeiði í Valsheimilinu, börn þeirra sem starfa í Landsbanknum stendur til boða leikjanámskið í KR-heimilinu og foreldrafélag Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra hefur sent börn í heilsuskóla í Félagsheimili Þróttar. Þá hefur Eimskipafélagið tekið á leigu húsnæði fyrir börn starfsfólks og Orkuveitan mun vera að athuga hvort slíkri stafsemi verði komið á. Formaður Verkfallsstjórnunar Kennarafélagsins, Svava Björnsdóttir, segist ekki vita til að slík starfsemi hafi áður verið starfrækt í kennaraverkföllum. Enn sé óvíst til hvaða úrræða verður gripið ef talið er að með henni sé gengið inn á verksvið kennara. „Við komum ekki til með að storma neins staðar en við ætlum að nota daginn í dag til að skoða hvað sé að gerast; hverjir það séu sem ætli að bjóða upp á skipulagða starfsemi með börnum þar sem okkur finndist þá gengið inn verksvið kennara,“ segir Svava. Undir verksvið kennara fellur öll starfsemi þar sem fagmenntaðir aðilar vinna með börnum á skipulegan hátt, hvers konar fræðslustarfsemi og einnig leikjanámskeið líkt og nú eru í gangi víðsvegar. Svava segir barnagæslu það eina sem ekki flokkist undir verkfallsbrot, svo framarlega sem hún fari fram á skólatíma barnanna. Hægt er að hlusta á viðtal við Svövu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira