Ólafur Börkur skilaði séráliti 20. september 2004 00:01 Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. Umsækjendurnir sjö um stöðu hæstaréttardómara fengu í dag umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttu um stöðuna. Þar er farið ítarlega yfir störf umsækjendanna og lagt mat á hverjir standi fremstir að vígi á hverju því sviði sem vegið er í umsögninni. Þessi svið eru: Nám umsækjenda, dómarareynsla, reynsla af lögmannsstörfum, reynsla af lögfræðikennslu á háskólastigi, ritstörf á sviði lögfræði, seta í nefndum á vegum ríkis og stofnana, undirbúningur að lagasetningu, önnur störf á sviði stjórnsýslu og loks stjórnunarstörf. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að að virtu öllu framangreindu sé það mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst þeim kemur Hjördís Björk Hákonardóttir en að baki henni eru ekki forsendur til að gera greinarmun á Allan Vagni Magnússyni, Eggerti Óskarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Hæstiréttur skipar Leó Löve aftast í röð umsækjenda. Að þessari umsögn standa átta af níu dómurum Hæstaréttar. Sá eini sem ekki skrifar upp á hana er Ólafur Börkur Þorvaldsson en hann var sem kunnugt er skipaður dómari í Hæstarétti í fyrra og dró sú skipan dilk á eftir sér, meðal annars vegna frændsemi Ólafs við fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Ólafur Börkur segir í séráliti sínu að hann telji hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta hafi tekið þann kost, gerir hann það líka, en með fyrirvara. Hann tilgreinir Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og segir hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því sé honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gera. Ólafur Börkur telur aðra umsækjendur ákaflega hæfa. Geir Haarde fjármálaráðherra skipar í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. Umsækjendurnir sjö um stöðu hæstaréttardómara fengu í dag umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttu um stöðuna. Þar er farið ítarlega yfir störf umsækjendanna og lagt mat á hverjir standi fremstir að vígi á hverju því sviði sem vegið er í umsögninni. Þessi svið eru: Nám umsækjenda, dómarareynsla, reynsla af lögmannsstörfum, reynsla af lögfræðikennslu á háskólastigi, ritstörf á sviði lögfræði, seta í nefndum á vegum ríkis og stofnana, undirbúningur að lagasetningu, önnur störf á sviði stjórnsýslu og loks stjórnunarstörf. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að að virtu öllu framangreindu sé það mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst þeim kemur Hjördís Björk Hákonardóttir en að baki henni eru ekki forsendur til að gera greinarmun á Allan Vagni Magnússyni, Eggerti Óskarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Hæstiréttur skipar Leó Löve aftast í röð umsækjenda. Að þessari umsögn standa átta af níu dómurum Hæstaréttar. Sá eini sem ekki skrifar upp á hana er Ólafur Börkur Þorvaldsson en hann var sem kunnugt er skipaður dómari í Hæstarétti í fyrra og dró sú skipan dilk á eftir sér, meðal annars vegna frændsemi Ólafs við fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Ólafur Börkur segir í séráliti sínu að hann telji hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta hafi tekið þann kost, gerir hann það líka, en með fyrirvara. Hann tilgreinir Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og segir hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því sé honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gera. Ólafur Börkur telur aðra umsækjendur ákaflega hæfa. Geir Haarde fjármálaráðherra skipar í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira