Víðtækasta verkfall um árabil 20. september 2004 00:01 Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira