Kostnaður hækkar um 10 milljarða 20. september 2004 00:01 Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira