Stál í stál 21. september 2004 00:01 Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira