Engar aðgerðir að sinni 21. september 2004 00:01 Kennarar ætla ekki að grípa til aðgerða vegna meintra verkfallsbrota að sinni, af tillitssemi við börnin. Þeir segja fyrirtæki standa fyrir kennslu í íþróttahúsi í Mosfellsbæ, sem sé klárt verkfallsbrot, og svíður sárt að þar skuli starfa nemi í Kennaraháskólanum. Í verkfallsmiðstöð grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu í Borgartúni koma á þriðja hundrað verkfallsverðir við daglega til að skipuleggja aðgerðir og bera saman bækur sínar. Það var því mikið um að vera í verkfallsmiðstöðinni í dag þegar fréttastofan leit þar við. Starfið er þrautskipulagt og kennararnir fara með sérstakar skýrslur í skóla og á þá staði þar sem er barnagæsla, og skila þeim svo til verkfallstjórnar. Sumir voru að fara út í eftirlitsferð en aðrir að koma inn með skýrslur. Svava Pétursdóttir, formaður verkfallsstjórnar, segir kennara ekki ætla að grípa til aðgerða vegna meintra verkfallsbrota að sinni, af tillitssemi við börnin. Það sé líka nóg að gera í öðru. Börnin voru með í verkfallsvörslunni eins og gengur, enda enginn skóli í dag. Sumir sátu að tafli eða spilum en aðrir voru einfaldlega að spjalla saman. Ásdís Ólafsdóttir, kennari og einn verkfallsvarða, segir Atlanta hafa leigt íþróttasalinn í Mosfellsbæ til að kenna börnum og sá sem séð hafi um kennsluna sé nemi í Kennaraháskólanum. Ásdís segist harma það mjög. Hún vonar að verkfallið leysist sem fyrst en segir að þverhausar séu í báðum liðum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Kennarar ætla ekki að grípa til aðgerða vegna meintra verkfallsbrota að sinni, af tillitssemi við börnin. Þeir segja fyrirtæki standa fyrir kennslu í íþróttahúsi í Mosfellsbæ, sem sé klárt verkfallsbrot, og svíður sárt að þar skuli starfa nemi í Kennaraháskólanum. Í verkfallsmiðstöð grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu í Borgartúni koma á þriðja hundrað verkfallsverðir við daglega til að skipuleggja aðgerðir og bera saman bækur sínar. Það var því mikið um að vera í verkfallsmiðstöðinni í dag þegar fréttastofan leit þar við. Starfið er þrautskipulagt og kennararnir fara með sérstakar skýrslur í skóla og á þá staði þar sem er barnagæsla, og skila þeim svo til verkfallstjórnar. Sumir voru að fara út í eftirlitsferð en aðrir að koma inn með skýrslur. Svava Pétursdóttir, formaður verkfallsstjórnar, segir kennara ekki ætla að grípa til aðgerða vegna meintra verkfallsbrota að sinni, af tillitssemi við börnin. Það sé líka nóg að gera í öðru. Börnin voru með í verkfallsvörslunni eins og gengur, enda enginn skóli í dag. Sumir sátu að tafli eða spilum en aðrir voru einfaldlega að spjalla saman. Ásdís Ólafsdóttir, kennari og einn verkfallsvarða, segir Atlanta hafa leigt íþróttasalinn í Mosfellsbæ til að kenna börnum og sá sem séð hafi um kennsluna sé nemi í Kennaraháskólanum. Ásdís segist harma það mjög. Hún vonar að verkfallið leysist sem fyrst en segir að þverhausar séu í báðum liðum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira