Póstmódernísk hningnun tungunnar 22. september 2004 00:01 Íslenskt mál - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Öðru hverju heyrist sú fullyrðing að vernd og ræktun íslenskrar tungu, sem stundum er nefnd hreintungustefna, leiði til málótta þeirra sem hafi ekki vald á hinu "hreina" máli og því njóti þeir ekki fulls tjáningarfrelsis. Meðal annars hefur verið bent á að nýir ríkisborgarar þessa lands, sem aldir eru upp við önnur tungumál, ráði ekki við "gullaldaríslenskuna" sem málhreinsunarmenn kváðu vilja að við tölum öll. Þetta er í samræmi við þá kenningu að ekkert sé gott og ekkert vont, ekkert vandað og ekkert óvandað. Samkvæmt hinni nýju hugsun, sem stundum er kennd við svonefndan póstmódernisma, er ekki gerður greinarmunur á hámenningu og lágmenningu, iðnaðarpoppi og því sem eitt sinn hét æðri tónlist, fagmennsku og áhugamennsku. Og nú má ekki gera greinarmun á vönduðu málfari og óvönduðu, í nafni lýðræðis skilst mér. En hvað þarf að gerast til þess að þetta takmark náist? Líklega þarf í fyrsta lagi að hætta allri íslenskukennslu í skólum, sem hlýtur að leiða til einföldunar málsins. Þá hverfa líklega smám saman þessar flóknu beygingar sem gera málið svo erfitt (raunar eru sagnbeygingar, nema á sögninni að vera, þegar á hröðu undanhaldi; það er byrjunin). Í öðru lagi þarf landslýður að hætta að lesa góðar bókmenntir. Það leiðir til minnkandi orðaforða því málið okkar varðveittist fyrst og fremst í bókmenntum, fornum og nýjum, og tungutaki alþýðufólks, sem talaði (og talar) mál forfeðranna. Orð, orðasambönd og hugmyndir hætta að erfast frá kynslóð til kynslóðar þar til orðaforðinn verður orðinn svo lítill að allir standa jafnt að vígi. Þegar svo verður komið geta landsmenn líklega allir tjáð sig með svipuðum hætti, enginn betur en annar, málfar allra verður jafnslæmt. Þá verður lýðræðinu víst borgið?! Þó er einn hængur á þessu. Alltaf verður til hópur fólks sem vill tala gott mál, halda uppi heiðri íslenskrar tungu. Það heldur áfram að lesa góðar bókmenntir og auðga mál sitt með fjölbreytilegum orðaforða sem auðveldar því að koma hugsunum sínum í orð, beygja orðin eftir föllum, tölum, háttum og tíðum, hafa þau í réttum kynjum og svo framvegis, og reynir að kenna börnum sín gott mál. Það verður ekki hægt að banna fólki þetta frekar en að tala einfalt og rýrt mál. Hvor hópurinn skyldi verða betri í rökræðum, að standa fyrir máli sínu, sannfæra aðra um ágæti skoðana sinna eftir svona tvo til þrjá áratugi? Skyldu þá berjast um völd og áhrif í þjóðfélaginu annars vegar þeir sem hafa orðsins list á valdi sínu og hins vegar til að mynda þeir sem stjórna hlutabréfaviðskiptum og hafa vald á markaðsöflunum? Hvorir skyldu hafa betur? Eitt er víst að verði þróunin á þennan veg verður unnt að heyra á málfari fólks hvorum hópnum það tilheyrir. Þá verður málfarsleg stéttarskipting. En spurningin er hvor verði yfirstéttin, sú málfátæka eða hin orðríka. Kannski á ég eftir að eiga þess kost, aldraður maður, að fylgjast með þeirri "orðræðu" og þeirri baráttu sem þá fer fram. En að sinni vek ég aðeins athygli á orðum Bretans sem lærði íslensku á viku og mætti síðan í viðtal í Kastljósinu. Þetta er víst tungumálasnillingur sem hefur fjölda tungumála á valdi sínu. Honum gekk furðuvel að gera sig skiljanlegan á íslensku í viðtalinu - en átti þó eðlilega í nokkrum erfiðleikum því hann vantaði orð til að tjá hugsun sína. Hann kom því þó til skila að honum þætti íslenskan ákaflega fallegt mál, algjör "gullmoli", og þeir sem kynnu hana og töluðu hefðu unnið í "tungumálahappdrætti". Annar tungumálasnillingur, Rasmus Kristján Rask, var á svipaðri skoðun á fyrri hluta 19. aldar. Glöggt er gestsaugað. Ég held að einföldun tungunnar sé ekki ráðið heldur að almennilega verði staðið að íslenskukennslu, jafnt fyrir innfædda sem aðflutta Íslendinga. Hvað hina síðarnefndu varðar leysist vandinn af sjálfu sér því næsta kynslóð á eftir að tala fullboðlega íslensku, svo framarlega sem hvergi verði gefið eftir í almennri íslenskukennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geymsla Skoðanir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Íslenskt mál - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Öðru hverju heyrist sú fullyrðing að vernd og ræktun íslenskrar tungu, sem stundum er nefnd hreintungustefna, leiði til málótta þeirra sem hafi ekki vald á hinu "hreina" máli og því njóti þeir ekki fulls tjáningarfrelsis. Meðal annars hefur verið bent á að nýir ríkisborgarar þessa lands, sem aldir eru upp við önnur tungumál, ráði ekki við "gullaldaríslenskuna" sem málhreinsunarmenn kváðu vilja að við tölum öll. Þetta er í samræmi við þá kenningu að ekkert sé gott og ekkert vont, ekkert vandað og ekkert óvandað. Samkvæmt hinni nýju hugsun, sem stundum er kennd við svonefndan póstmódernisma, er ekki gerður greinarmunur á hámenningu og lágmenningu, iðnaðarpoppi og því sem eitt sinn hét æðri tónlist, fagmennsku og áhugamennsku. Og nú má ekki gera greinarmun á vönduðu málfari og óvönduðu, í nafni lýðræðis skilst mér. En hvað þarf að gerast til þess að þetta takmark náist? Líklega þarf í fyrsta lagi að hætta allri íslenskukennslu í skólum, sem hlýtur að leiða til einföldunar málsins. Þá hverfa líklega smám saman þessar flóknu beygingar sem gera málið svo erfitt (raunar eru sagnbeygingar, nema á sögninni að vera, þegar á hröðu undanhaldi; það er byrjunin). Í öðru lagi þarf landslýður að hætta að lesa góðar bókmenntir. Það leiðir til minnkandi orðaforða því málið okkar varðveittist fyrst og fremst í bókmenntum, fornum og nýjum, og tungutaki alþýðufólks, sem talaði (og talar) mál forfeðranna. Orð, orðasambönd og hugmyndir hætta að erfast frá kynslóð til kynslóðar þar til orðaforðinn verður orðinn svo lítill að allir standa jafnt að vígi. Þegar svo verður komið geta landsmenn líklega allir tjáð sig með svipuðum hætti, enginn betur en annar, málfar allra verður jafnslæmt. Þá verður lýðræðinu víst borgið?! Þó er einn hængur á þessu. Alltaf verður til hópur fólks sem vill tala gott mál, halda uppi heiðri íslenskrar tungu. Það heldur áfram að lesa góðar bókmenntir og auðga mál sitt með fjölbreytilegum orðaforða sem auðveldar því að koma hugsunum sínum í orð, beygja orðin eftir föllum, tölum, háttum og tíðum, hafa þau í réttum kynjum og svo framvegis, og reynir að kenna börnum sín gott mál. Það verður ekki hægt að banna fólki þetta frekar en að tala einfalt og rýrt mál. Hvor hópurinn skyldi verða betri í rökræðum, að standa fyrir máli sínu, sannfæra aðra um ágæti skoðana sinna eftir svona tvo til þrjá áratugi? Skyldu þá berjast um völd og áhrif í þjóðfélaginu annars vegar þeir sem hafa orðsins list á valdi sínu og hins vegar til að mynda þeir sem stjórna hlutabréfaviðskiptum og hafa vald á markaðsöflunum? Hvorir skyldu hafa betur? Eitt er víst að verði þróunin á þennan veg verður unnt að heyra á málfari fólks hvorum hópnum það tilheyrir. Þá verður málfarsleg stéttarskipting. En spurningin er hvor verði yfirstéttin, sú málfátæka eða hin orðríka. Kannski á ég eftir að eiga þess kost, aldraður maður, að fylgjast með þeirri "orðræðu" og þeirri baráttu sem þá fer fram. En að sinni vek ég aðeins athygli á orðum Bretans sem lærði íslensku á viku og mætti síðan í viðtal í Kastljósinu. Þetta er víst tungumálasnillingur sem hefur fjölda tungumála á valdi sínu. Honum gekk furðuvel að gera sig skiljanlegan á íslensku í viðtalinu - en átti þó eðlilega í nokkrum erfiðleikum því hann vantaði orð til að tjá hugsun sína. Hann kom því þó til skila að honum þætti íslenskan ákaflega fallegt mál, algjör "gullmoli", og þeir sem kynnu hana og töluðu hefðu unnið í "tungumálahappdrætti". Annar tungumálasnillingur, Rasmus Kristján Rask, var á svipaðri skoðun á fyrri hluta 19. aldar. Glöggt er gestsaugað. Ég held að einföldun tungunnar sé ekki ráðið heldur að almennilega verði staðið að íslenskukennslu, jafnt fyrir innfædda sem aðflutta Íslendinga. Hvað hina síðarnefndu varðar leysist vandinn af sjálfu sér því næsta kynslóð á eftir að tala fullboðlega íslensku, svo framarlega sem hvergi verði gefið eftir í almennri íslenskukennslu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun