Þorgerður útilokar ekki inngrip 22. september 2004 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira