Eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar 22. september 2004 00:01 Sex Íslendingar hafa verið handteknir og sitja fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, vill á þessu stigi ekki gefa upp heildarmagn fíkniefnanna en efnin fundust í þremur sendingum sem allar komu frá Hollandi. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkurt magn af kókaíni fundust um borð í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins, í mars. Í framhaldinu hófu lögreglan og tollgæslan í Reykjavík rannsókn sem leiddi til þess að tekið var mikið magn af amfetamíni sem fannst í vörusendingu í einu skipa Eimskips í júlí. "Við greinum ekki frá því að svo komnu hversu mikið magnið er en það er verulegt. Með því mesta sem þekkst hefur," segir Ásgeir Karlsson. Fyrir rúmri viku fundust síðan tvö þúsund skammtar af LSD í póstsendingu. Vestmannaeyingur um þrítugt var handtekinn á föstudag vegna LSD-sendingarinnar. Sama dag var Íslendingur sem dvalið hefur í Hollandi um nokkra vikna skeið handtekinn í tengslum við amfetamínið sem fannst í júlí og LSD-sendinguna. Að auki voru þrír handteknir hér á landi á föstudag. Þar sem maðurinn dvaldi í Hollandi er annar Íslendingur búsettur. Við húsleit á mánudag var sá handtekinn en í íbúðinni fundust rúmt kíló af kókaíni og kannabisplöntur í ræktun. Þeir sem hafa verið handteknir eru fimm karlmenn og ein kona, öll á fertugsaldri. Konan og þrír mannanna voru handtekin á Íslandi. Þau hafa öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, þrjú í þrjár vikur og einn í tvær vikur. Mennirnir sem handteknir voru í Hollandi eru í haldi lögreglunnar en þar í landi getur lögreglan haldið fólki lengur án gæsluvarðhaldsúrskurðs. Fáist úrskurður um gæsluvarðhald munu yfirvöld hér á landi fara fram á að mennirnir verði framseldir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sex Íslendingar hafa verið handteknir og sitja fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, vill á þessu stigi ekki gefa upp heildarmagn fíkniefnanna en efnin fundust í þremur sendingum sem allar komu frá Hollandi. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkurt magn af kókaíni fundust um borð í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins, í mars. Í framhaldinu hófu lögreglan og tollgæslan í Reykjavík rannsókn sem leiddi til þess að tekið var mikið magn af amfetamíni sem fannst í vörusendingu í einu skipa Eimskips í júlí. "Við greinum ekki frá því að svo komnu hversu mikið magnið er en það er verulegt. Með því mesta sem þekkst hefur," segir Ásgeir Karlsson. Fyrir rúmri viku fundust síðan tvö þúsund skammtar af LSD í póstsendingu. Vestmannaeyingur um þrítugt var handtekinn á föstudag vegna LSD-sendingarinnar. Sama dag var Íslendingur sem dvalið hefur í Hollandi um nokkra vikna skeið handtekinn í tengslum við amfetamínið sem fannst í júlí og LSD-sendinguna. Að auki voru þrír handteknir hér á landi á föstudag. Þar sem maðurinn dvaldi í Hollandi er annar Íslendingur búsettur. Við húsleit á mánudag var sá handtekinn en í íbúðinni fundust rúmt kíló af kókaíni og kannabisplöntur í ræktun. Þeir sem hafa verið handteknir eru fimm karlmenn og ein kona, öll á fertugsaldri. Konan og þrír mannanna voru handtekin á Íslandi. Þau hafa öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, þrjú í þrjár vikur og einn í tvær vikur. Mennirnir sem handteknir voru í Hollandi eru í haldi lögreglunnar en þar í landi getur lögreglan haldið fólki lengur án gæsluvarðhaldsúrskurðs. Fáist úrskurður um gæsluvarðhald munu yfirvöld hér á landi fara fram á að mennirnir verði framseldir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira