Það þarf að breyta skipulaginu 24. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir misheppnaðan sáttafund í gær er ljóst að kennaradeilan verður í hnút næstu daga og jafnvel vikur. Það eru dapurlegar fréttir fyrir þjóðfélagið allt. Og í rauninni óviðunandi að við bjóðum börnum okkar upp á þetta. Vandinn er bara sá að svo breitt bil er á milli deilenda að erfitt er að sjá þeir hvernig þeir eiga að ná samkomulagi. Kennarar hafa komið sér í þá stöðu að þeir eiga erfitt með að samþykkja tilboð sem miðast við svipaðar kjarabætur og aðrir launþegar hafa verið að fá. Og gangi sveitarfélögin of langt til móts við kröfur kennara leiðir það af sér uppnám á almennum vinnumarkaði. Lausnin mun að líkindum liggja í breytingum á vinnufyrirkomulagi en hætt er við að það taki nokkurn tíma að útfæra viðunandi lausnir á því sviði. Ekki er við því að búast að viðsemjendur í kennaradeilunni komi fram með eitthvert nýstárlegt útspil. Það kæmi að minnsta kosti mjög á óvart. Launanefnd sveitarfélaga er málsvari ólíkra aðila og hefur hvorki skipulagslegan styrk né pólitískt umboð til að láta sér detta í hug óvenjulegar eða róttækar lausnir. Kennarasamtökin hafa um árabil verið meðal íhaldssömustu stéttarsamtaka landsins og með fullri virðingu fyrir þeim mun óhætt að segja ekki sé von á nýmælum úr þeirri átt. Aftur á móti hafa kennaradeilur stundum leyst úr læðingi hugmyndir og framkvæmdir sem til framfara hafa orðið. Kennaraverkfallið haustið 1984 varð þannig hvati að stofnun nýs einkaskóla, Tjarnarskóla, og deilan sem stendur yfir hefur kveikt áhugaverðar umræður í blöðum um nauðsyn skipulagsbreytinga í skólamálum. Hefur ungt fólk í Frjálshyggjufélaginu til dæmis viðrað að nýju hugmyndina um ávísanakerfi, frelsi til handa foreldrum skólabarna til að kaupa menntun þar sem hún býðst best. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins, benti á það hér í blaðinu í gær að til þess að bæta kjör kennara verulega þyrfti að breyta skipulaginu sem skólakerfið byggir á. Í stað miðstýrðra samninga vekur hann athygli á kostum beinna samninga í hverjum skóla. Hann telur nauðsynlegt að fjölga einkaskólum og gefa þeim og ríkisskólunum frjálsari hendur en þeir hafa nú til að fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þorvaldur Gylfason segir að skipulagsbreytingu skólamálanna þurfi að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annað hvort frá almannavaldinu eða að skólunum yrði leyft að afla fjár á eigin spýtur, til dæmis með því að leggja hófleg gjöld á nemendur eða stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og hann segir að mjög hafi færst í vöxt í framhaldsskólum og háskólum í nálægum löndum. Bendir Þorvaldur í þessu sambandi á að nú þegar kaupi foreldrar margs konar viðbótarmenntun börnum sínum til handa. Engum dettur í hug að leggja til að skólakerfi okkar verði umturnað í einu vetfangi. Allar breytingar þurfa að gerast í áföngum með eðlilegum hætti og finna sér farveg samráðs og skoðanaskipta. En kennaradeilan beinir sjónum að því að raunveruleg umskipti verða ekki á kjörum kennara nema menn þori að velta fyrir sér og rökræða róttækar hugmyndir um skólakerfið og skipulag þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir misheppnaðan sáttafund í gær er ljóst að kennaradeilan verður í hnút næstu daga og jafnvel vikur. Það eru dapurlegar fréttir fyrir þjóðfélagið allt. Og í rauninni óviðunandi að við bjóðum börnum okkar upp á þetta. Vandinn er bara sá að svo breitt bil er á milli deilenda að erfitt er að sjá þeir hvernig þeir eiga að ná samkomulagi. Kennarar hafa komið sér í þá stöðu að þeir eiga erfitt með að samþykkja tilboð sem miðast við svipaðar kjarabætur og aðrir launþegar hafa verið að fá. Og gangi sveitarfélögin of langt til móts við kröfur kennara leiðir það af sér uppnám á almennum vinnumarkaði. Lausnin mun að líkindum liggja í breytingum á vinnufyrirkomulagi en hætt er við að það taki nokkurn tíma að útfæra viðunandi lausnir á því sviði. Ekki er við því að búast að viðsemjendur í kennaradeilunni komi fram með eitthvert nýstárlegt útspil. Það kæmi að minnsta kosti mjög á óvart. Launanefnd sveitarfélaga er málsvari ólíkra aðila og hefur hvorki skipulagslegan styrk né pólitískt umboð til að láta sér detta í hug óvenjulegar eða róttækar lausnir. Kennarasamtökin hafa um árabil verið meðal íhaldssömustu stéttarsamtaka landsins og með fullri virðingu fyrir þeim mun óhætt að segja ekki sé von á nýmælum úr þeirri átt. Aftur á móti hafa kennaradeilur stundum leyst úr læðingi hugmyndir og framkvæmdir sem til framfara hafa orðið. Kennaraverkfallið haustið 1984 varð þannig hvati að stofnun nýs einkaskóla, Tjarnarskóla, og deilan sem stendur yfir hefur kveikt áhugaverðar umræður í blöðum um nauðsyn skipulagsbreytinga í skólamálum. Hefur ungt fólk í Frjálshyggjufélaginu til dæmis viðrað að nýju hugmyndina um ávísanakerfi, frelsi til handa foreldrum skólabarna til að kaupa menntun þar sem hún býðst best. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins, benti á það hér í blaðinu í gær að til þess að bæta kjör kennara verulega þyrfti að breyta skipulaginu sem skólakerfið byggir á. Í stað miðstýrðra samninga vekur hann athygli á kostum beinna samninga í hverjum skóla. Hann telur nauðsynlegt að fjölga einkaskólum og gefa þeim og ríkisskólunum frjálsari hendur en þeir hafa nú til að fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þorvaldur Gylfason segir að skipulagsbreytingu skólamálanna þurfi að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annað hvort frá almannavaldinu eða að skólunum yrði leyft að afla fjár á eigin spýtur, til dæmis með því að leggja hófleg gjöld á nemendur eða stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og hann segir að mjög hafi færst í vöxt í framhaldsskólum og háskólum í nálægum löndum. Bendir Þorvaldur í þessu sambandi á að nú þegar kaupi foreldrar margs konar viðbótarmenntun börnum sínum til handa. Engum dettur í hug að leggja til að skólakerfi okkar verði umturnað í einu vetfangi. Allar breytingar þurfa að gerast í áföngum með eðlilegum hætti og finna sér farveg samráðs og skoðanaskipta. En kennaradeilan beinir sjónum að því að raunveruleg umskipti verða ekki á kjörum kennara nema menn þori að velta fyrir sér og rökræða róttækar hugmyndir um skólakerfið og skipulag þess.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar