Ísland í hættu vegna listans? 24. september 2004 00:01 Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira