Gargandi þvæla segir Sveinn Andri 13. október 2005 14:41 Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, viðraði efasemdir sínar um réttmæti slíkrar undirskriftasöfnunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann segir hana vekja upp spurningar um hæfi þeirra lögmanna sem standi að söfnuninni til að reka mál fyrir Hæstarétti verði Jón Steinar skipaður, og ekki síður um hæfi þeirra lögmanna sem skrifa undir þessa áskorun, og eins hæfi þeirra sem ekki skrifa undir hana. Sveinn Andri segir svona undirskriftasöfnun fullkomlega réttlætanlega og hann vísar gagnrýni formanns Lögmannafélagsins algerlega á bug. Hann segist sem lögmaður gera þá kröfu til formannsins að hann fari ekki í fjölmiðla með hvaða vitleysu sem er. Sveinn Andri segir hann hafa óumbeðinn gagnrýnt skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra en formaðurinn hafi samt ekki krafist þess að Ólafur viki sæti í þeim málum sem Gunnar hafi flutt fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir að samkvæmt kenningu formanns Lögmannafélagsins eru þeir lögmenn sem skrifa undir listann til stuðnings Jóni Steinari að gagnrýna átta dómara Hæstaréttar. Með sömu aðferðafræði megi segja að allir þessir dómarar séu vanhæfir til að kveða upp dóma í þeim málum sem viðkomandi lögmenn reka fyrir Hæstarétti, og jafnframt þeir lögmenn sem ekki skrifuðu undir. Af þessu leiðir að allir dómarar Hæstaréttar séu vanhæfir að dæma í öllum málum allra lögmanna á Íslandi að sögn Sveins. „Þetta er náttúrlega bara gargandi þvæla,“ segir lögmaðurinn. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær að skjalið sem sent hafi verið hundruðum lögmanna hafi verið skrifað og sent úr tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sveinn Andri segir þetta týpíska „ekki-frétt“. Honum sé ekki kunnugt um hvernig greinin hafi víxlast á milli en það liggi fyrir hvaða lögmaður samdi fyrsta uppkast að greininni og Ríkissjónvarpinu hafi verið bent á það, og reyndar útskýrt rækilega fyrir þeim, en samt hafi þeir haldið áfram með fréttina. „Þetta er týpísk „ekki-frétt“ sem sett er fram í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir Sveinn Andri. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Andra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, viðraði efasemdir sínar um réttmæti slíkrar undirskriftasöfnunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann segir hana vekja upp spurningar um hæfi þeirra lögmanna sem standi að söfnuninni til að reka mál fyrir Hæstarétti verði Jón Steinar skipaður, og ekki síður um hæfi þeirra lögmanna sem skrifa undir þessa áskorun, og eins hæfi þeirra sem ekki skrifa undir hana. Sveinn Andri segir svona undirskriftasöfnun fullkomlega réttlætanlega og hann vísar gagnrýni formanns Lögmannafélagsins algerlega á bug. Hann segist sem lögmaður gera þá kröfu til formannsins að hann fari ekki í fjölmiðla með hvaða vitleysu sem er. Sveinn Andri segir hann hafa óumbeðinn gagnrýnt skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra en formaðurinn hafi samt ekki krafist þess að Ólafur viki sæti í þeim málum sem Gunnar hafi flutt fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir að samkvæmt kenningu formanns Lögmannafélagsins eru þeir lögmenn sem skrifa undir listann til stuðnings Jóni Steinari að gagnrýna átta dómara Hæstaréttar. Með sömu aðferðafræði megi segja að allir þessir dómarar séu vanhæfir til að kveða upp dóma í þeim málum sem viðkomandi lögmenn reka fyrir Hæstarétti, og jafnframt þeir lögmenn sem ekki skrifuðu undir. Af þessu leiðir að allir dómarar Hæstaréttar séu vanhæfir að dæma í öllum málum allra lögmanna á Íslandi að sögn Sveins. „Þetta er náttúrlega bara gargandi þvæla,“ segir lögmaðurinn. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær að skjalið sem sent hafi verið hundruðum lögmanna hafi verið skrifað og sent úr tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sveinn Andri segir þetta týpíska „ekki-frétt“. Honum sé ekki kunnugt um hvernig greinin hafi víxlast á milli en það liggi fyrir hvaða lögmaður samdi fyrsta uppkast að greininni og Ríkissjónvarpinu hafi verið bent á það, og reyndar útskýrt rækilega fyrir þeim, en samt hafi þeir haldið áfram með fréttina. „Þetta er týpísk „ekki-frétt“ sem sett er fram í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir Sveinn Andri. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Andra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira