Stófelldar kerfisbreytingar 13. október 2005 14:41 Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlögmanns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. "Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir." Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. "Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn." Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breytingarnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til framkvæmdar. Forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hugmyndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmiðum þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrirkomulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlistans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlögmanns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. "Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir." Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. "Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn." Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breytingarnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til framkvæmdar. Forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hugmyndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmiðum þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrirkomulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlistans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira