Enginn varanlegur skaði 26. september 2004 00:01 Þrátt fyrir mikla röskun í lífi fatlaðra barna í verkfalli kennara er ólíklegt að það valdi þeim varanlegum skaða og að þeim fari aftur, segir Gyða Haraldsdóttir barnasálfræðingur og sviðsstjóri á Miðstöð heilsuverndar barna. Hún segir það geta tekið börnin daga, jafnvel vikur að ná fyrra öryggi sem í lífi þeirra var fyrir verkfallið. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og móðir 11 ára drengs í skólanum, segir stöðu fjölskyldna fatlaðra barna vonlausa til lengri tíma. "Vikan er búin að vera erfið og við finnum það á krökkunum. Þau eru orðin ör og þola illa þennan þvæling milli staða." Hún segir son sinn þurfa aðhald og vitneskju um að hverju hann gangi. Hann eigi ekki vini nema þá sem hann hitti í skólanum. Hann þurfi að komast í sitt fasta form. Gyða segir óheppileg áhrif verkfalls kennara verða meiri eftir því sem það teygist á langinn: "Yfir heildina kemur svona röskun verr við fötluð börn en heilbrigð. Bæði af því að þau þola verr röskun á daglegum venjum og líka að þau meiga síður við að missa af þeirri kennslu og þálfun sem þau þurfa að fá." Gyða segir verkfallið ekki aðeins snúa að börnunum sjálfum heldur ekki síður fjölskyldulífi þeirra. Gerður segir málflutning kennara um stöðu fatlaðra barna undarlegan. Hún hafi trúað því að undanþága fengist svo börnin gætu sótt skóla: "Það eru kennararnir sem vinna mikið með fötluðu börnunum sem þetta segja. Þetta eru sömu kennararnir og berjast fyrir bættum kjörum vegna þess að vinna þeirra sé svo erfið, vegna þess að það sé svo mikið að börnum með sérþarfir og vegna þess að þeir þurfi að eyða svo miklum tíma í undirbúning. Á sama tíma segja þeir að það sé enginn munur á börnunum. Það er okkur foreldrum fatlaðra barna óskiljanlegt. Við höfum ekkert val. Okkur er stillt upp við vegg. Verkfallið bitnar á börnunum okkar og á öllu fjölskyldulífinu. Það er hart að þurfa að vera í þeirri stöðu." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir mikla röskun í lífi fatlaðra barna í verkfalli kennara er ólíklegt að það valdi þeim varanlegum skaða og að þeim fari aftur, segir Gyða Haraldsdóttir barnasálfræðingur og sviðsstjóri á Miðstöð heilsuverndar barna. Hún segir það geta tekið börnin daga, jafnvel vikur að ná fyrra öryggi sem í lífi þeirra var fyrir verkfallið. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og móðir 11 ára drengs í skólanum, segir stöðu fjölskyldna fatlaðra barna vonlausa til lengri tíma. "Vikan er búin að vera erfið og við finnum það á krökkunum. Þau eru orðin ör og þola illa þennan þvæling milli staða." Hún segir son sinn þurfa aðhald og vitneskju um að hverju hann gangi. Hann eigi ekki vini nema þá sem hann hitti í skólanum. Hann þurfi að komast í sitt fasta form. Gyða segir óheppileg áhrif verkfalls kennara verða meiri eftir því sem það teygist á langinn: "Yfir heildina kemur svona röskun verr við fötluð börn en heilbrigð. Bæði af því að þau þola verr röskun á daglegum venjum og líka að þau meiga síður við að missa af þeirri kennslu og þálfun sem þau þurfa að fá." Gyða segir verkfallið ekki aðeins snúa að börnunum sjálfum heldur ekki síður fjölskyldulífi þeirra. Gerður segir málflutning kennara um stöðu fatlaðra barna undarlegan. Hún hafi trúað því að undanþága fengist svo börnin gætu sótt skóla: "Það eru kennararnir sem vinna mikið með fötluðu börnunum sem þetta segja. Þetta eru sömu kennararnir og berjast fyrir bættum kjörum vegna þess að vinna þeirra sé svo erfið, vegna þess að það sé svo mikið að börnum með sérþarfir og vegna þess að þeir þurfi að eyða svo miklum tíma í undirbúning. Á sama tíma segja þeir að það sé enginn munur á börnunum. Það er okkur foreldrum fatlaðra barna óskiljanlegt. Við höfum ekkert val. Okkur er stillt upp við vegg. Verkfallið bitnar á börnunum okkar og á öllu fjölskyldulífinu. Það er hart að þurfa að vera í þeirri stöðu."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira