Samfylking vill rannsókn á Símanum 27. september 2004 00:01 Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel." Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel."
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira