Kúgaðir í fangelsum 28. september 2004 00:01 Kynferðisglæpamenn hafa löngum verið fyrirlitnir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrðum og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í íslenskum fangelsum vegna ábendinga og kvartana frá föngum, aðstandendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrotamönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefunum og þeir nýti því ekki útivist og íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fangar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. "Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga," segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fangelsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kynferðisglæpamenn hafa löngum verið fyrirlitnir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrðum og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í íslenskum fangelsum vegna ábendinga og kvartana frá föngum, aðstandendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrotamönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefunum og þeir nýti því ekki útivist og íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fangar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. "Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga," segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fangelsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira