Hlutur kvenna gleymist ekki 29. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun