Innlent

Ráðuneytið staðfestir skipunina

Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor og hæstaréttarlögmaður, hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 15. október næstkomandi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir orðrétt:  „Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor og hæstaréttarlögmaður, hefur samkvæmt tillögu Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra, verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 15. október nk. Aðrir umsækjendur um embættið voru: Allan Vagn Magnússon, héraðsdómari, Eggert Óskarsson, héraðsdómari, Eiríkur Tómasson, prófessor, Hjördís Björk Hákonardóttir, dómstjóri, Leó E. Löve, hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor. Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 29. september 2004.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×