ADSL notkun hrundi 29. september 2004 00:01 Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til." Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til."
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira