ADSL notkun hrundi 29. september 2004 00:01 Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til." Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til."
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira