Úrskurðaður í gæsluvarðhald 30. september 2004 00:01 Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira