Þriðjungur í þrot vegna lóðaverðs 30. september 2004 00:01 Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira