Kerry þarf að herða róðurinn 3. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildarþingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágætlega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjósenda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kannanir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosningabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósamkvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. "Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni," sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: "Forsetinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistökin eru verri?" Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosningabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafnframt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýðræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósendur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringarkrafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverkunum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og forsetinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upphafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að "vinna friðinn". Atburðarásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími friðar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Bandaríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúman mánuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildarþingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágætlega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjósenda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kannanir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosningabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósamkvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. "Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni," sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: "Forsetinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistökin eru verri?" Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosningabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafnframt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýðræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósendur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringarkrafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverkunum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og forsetinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upphafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að "vinna friðinn". Atburðarásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími friðar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Bandaríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúman mánuð.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun