Iðnaðarstörf flytjast úr landi 3. október 2004 00:01 Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira